Fréttir

Könnun í aðdraganda kjarasamninga

Kæri félagi í  Drífanda
Kjarasamningar eru lausir snemma á næsta ári. Mikilvægur liður í undirbúningi kjaraviðræðna er að Drífandi fái upplýsingar um áherslur félagsfólks. Við höfum því sent til þín könnun þar sem við spyrjum um hvaða atriði það eru sem skipta þig mestu máli í næstu kjarasamningum. Góð þátttaka í könnuninni er lykilforsenda þess að félagið geti byggt kröfur sínar á vilja félagsfólks. Hlekkur á könnunina ætti að hafa borist þér í tölvupósti og er mikilvægt að svara henni í dag, mánudaginn 30. október 2023. Ef pósturinn hefur ekki borist þér sendu okkur endilega línu á drifandi@drifandi.is og við sendum þér könnunina um hæl.

 

Við vonum að þú gefir þér tíma til að taka þátt. Þátttaka þín skiptir máli! 

Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta.
Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú samþykkir það.