Réttur til styrkja stofnast hafi félagsmaður greitt til félagsins í sex mánuði af síðustu tólf mánuðum. Félagsgjald kr. 44.000 gefur fullan rétt og hlutfallslegan rétt sé félagsgjaldið lægra. Styrkréttur miðast við 12. almanaksmánuði nema annað sé tekið fram.
Krabbameinsskoðun – kr. 20.000 – 100% greitt sé kostnaður undir kr. 20.000
Sálfræðiþjónusta – kr. 20.000 – kr. 5.000 á hvern tíma mest 4 tímar
Árskort í líkamsrækt – kr. 20.000 – þó hámark 75% af kostnaði
Sjúkranudd – kr. 20.000 – 2.000 á hvern tíma mest 10 tímar
Sjúkraþjálfun – kr. 20.000 – 2.000 á hvern tíma mest 10 tímar
Tannlæknaþjónusta – kr. 20.000 – þó hámark 75% af kostnaði
Gleraugu – kr. 20.000 – á þriggja ára fresti
Heyrnartæki – kr. 20.000 – á þriggja ára fresti
Fæðingarstyrkur – kr. 130.000 – á barn
Útfararstyrkur – kr. 300.000 – ef félagsmaður er á vinnumarkaði og lætur eftir sig maka, börn undir átján ára aldri eða annan á framfæri
Sjúkradagpeningar– 80% af meðaltali mánaðarlauna s.l. 12 mánuði. Greitt meðan veikindin standa yfir þó að hámarki fjóra mánuði.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins að Miðstræti 11 í Vestmannaeyjum.