Sjúkrasjóður

Combined ShapeCreated with Sketch.

Ýmsir styrkir Drífanda stéttarfélags

Réttur til styrkja stofnast hafi félagsfólk greitt til félagsins í sex mánuði af síðustu tólf mánuðum. Félagsgjald kr. 52.000 gefur fullan rétt og hlutfallslegan rétt sé félagsgjaldið lægra. Styrkréttur miðast við 12. almanaksmánuði nema annað sé tekið fram.

Vegna umsóknar um styrk vegna þjónustu sem er keypt erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og sundurliðuð kostnaðarskipting. Einnig þarf að fylgja með bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum . Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur.



Krabbameinsskoðun
– kr. 25.000 – 100% greitt sé kostnaður undir kr. 25.000



Sálfræðiþjónusta
– kr. 25.000 – kr. 5.000 á hvern tíma mest 5 tímar



Árskort í líkamsrækt
– kr. 25.000 – þó hámark 80% af kostnaði.
Athugið að eingöngu er veittur styrkur við kaup á árskortum ekki af styttri námskeiðum eða einstaka tímum.



Sjúkranudd/Sjúkraþjálfun
 – kr. 25.000 – 2.500 á hvern tíma mest 10 tímar



Tannlæknaþjónusta
– kr. 25.000 – þó hámark 80% af kostnaði



Gleraugu
– kr. 25.000 – á þriggja ára fresti



Heyrnartæki
– kr. 130.000 – á þriggja ára fresti



Fæðingarstyrkur frá 1. jan. 2024
 – kr. 130.000 – fyrir félagsfólk á barn. Ef báðir foreldrar eru í félaginu fá báðir foreldrar styrkinn. Þeir þurfa að hafa greitt samfellt til félagsins í 12 mánuði fyrir fæðingu barnsins.



Útfararstyrkur
– kr. 500.000 – ef félagsfólk er á vinnumarkaði og lætur eftir sig maka, börn undir átján ára aldri eða annan á framfæri.



Sjúkradagpeningar
– 80% af meðaltali mánaðarlauna s.l. 12 mánuði. Greitt meðan veikindin standa yfir þó að hámarki fjóra mánuði. 



Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins að Miðstræti 11 í Vestmannaeyjum.

Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta.
Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú samþykkir það.