Með aðild sinni að Drífandi stéttarfélagi eiga félagsmenn einnig aðild að þeim starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum. Félagið sér um umsýslu fyrir alla sjóðina og afgreiðir styrki til félagsmanna úr þeim.
Markmið starfsmenntasjóðanna er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí- og endurmenntun. Félagsmenn geta sótt um endurgreiðslu hjá félaginu vegna náms af ýmsu tagi, hvort sem er vegna styttri námskeiða, framhaldsnáms, háskólanáms og í sumum tilvikum einnig tómstundanáms.
Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta. Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú samþykkir það.