Fræðslusjóður

Combined ShapeCreated with Sketch.

Fræðslumál

Með aðild sinni að Drífandi stéttarfélagi á félagsfólk einnig aðild að þeim starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum. Félagið sér um umsýslu fyrir alla sjóðina og afgreiðir styrki til félagsfólks úr þeim.

Markmið starfsmenntasjóðanna er að auðvelda félagsfólki fjárhagslega að stunda sí- og endurmenntun. Félagsfólk getur sótt um endurgreiðslu hjá félaginu vegna náms af ýmsu tagi, hvort sem er vegna styttri námskeiða, framhaldsnáms, háskólanáms og í sumum tilvikum einnig tómstundanáms.

Réttur til styrkja stofnast hafi félagsfólk greitt til félagsins í sex mánuði af síðustu tólf mánuðum. Félagsgjald kr. 52.000 gefur fullan rétt og hlutfallslegan rétt sé félagsgjaldið lægra. Styrkréttur miðast við 12. almanaksmánuði nema annað sé tekið fram.
Nánar má lesa um skilyrði hjá hverjum sjóði fyrir sig með því að smella á viðeigandi starfsmenntasjóð hér að neðan.

Aðild félagsfólks að starfsmenntasjóðum er eftirfarandi:
– LANDSMENNT – félagsfólk er starfar á almenna markaðnum.
– RÍKISMENNT- félagsfólk er starfar hjá Ríkinu.
– SVEITAMENNT – félagsfólk er starfar hjá Vestmannaeyjabæ.

Námsstyrkir

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði eiga rétt á allt að 90% endurgreiðslu af námkostnaði. Starfsfólk Vestmannaeyjabæjar og ríkisstarfsmenn eiga rétt á allt að 100% af námkostnaði.
Meirapróf og bílpróf flokkast undir starfstengt nám.



Tómstundanámskeið
– að hámarki kr. 30.000 ári



Starfstengt nám
– að hámarki kr. 130.000 á ári
– Ef rétturinn hefur ekki verið notaður í tvö ár hækkar hámarkið í 260.000
– Ef rétturinn hefur ekki verið notaður í þrjú ár hækkar hámarkið í 390.000

Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta.
Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú samþykkir það.