Orlofshús

Combined ShapeCreated with Sketch.

Mánatún 6

Íbúðin er 91 fermetrar, 2 svefnherbergi með svefnplássi fyrir sjö. Tvö tvíbreið rúm og kojur. Þvottavél, þurrkari í þvottahúsi og uppþvottavél í eldhúsi. Internettenging og nokkrar sjónvarpsstöðvar. Vel búin áhöldum í eldhúsi og húsbúnaði almennt. Íbúðin er nálægt Laugardalnum og í 15 mínútna göngufæri frá Hlemmi. Matvöruverslun og fleira er rétt hjá íbúðinni í Nóatúni og veitingastaðir og fleira í næstu götu Borgartúni. Næg bílastæði við húsið. Dýrahald er bannað.

Gestir taka með sér sængurföt og handklæði eða leigja hjá umsjónarmanni og ef fólk vill leigja þá er sími umsjónarmanns 772 1515 og þarf að panta með 1-2 daga fyrirvara. Hreinlætisvörur, tuskur og viskustykki eru í íbúðinni. Lyklabox er í póstkassa í andyri og lykilnúmerið er gefið upp á leigusamningi.

Að sjálfsögðu eru reykingar og veip bannað innandyra og óheimilt er að framselja leigu til annarra. Vinsamlega lesið umgengnisreglur sem eru birtar hér á síðunni.

Manatun6

Umgengnisreglur

Ágætu félagsmenn
Því miður hefur borið á því undanfarin misseri að illa hefur verið skilið við sumarhús og íbúðir félagsins. Því viljum við ítreka við ykkur að þrífa vel og skilja vel við húsnæðið við brottför, jafnvel þó aðeins sé gist eina nótt. Yfirleitt er hægt að kaupa brottfararþrif en panta þarf þau með amk. dags fyrirvara.

Einnig hefur borið á því að fólk setji ekki lak á rúmin eða setji ekki lín utan um sængurföt og kodda sem er ekki ásættanlegt. Hægt er að leigja sængurföt og handklæði hjá umsjónarmanni en það þarf að gera með amk. dags fyrirvara.
Ef félagsmaður kemur að húsi eða íbúð óhreinu þarf að tilkynna það strax til umsjónarfólks en símanúmer þess eru á leigusamningi, helst að taka myndir sem lýsa ástandinu. Látið okkur einnig vita er þið komið aftur til Eyja.

Meti umsjónarmaður sem svo að ekki hafi verið þrifið nægjanlega og eftir atvikum ef ekki næst í umsjónarmann er fólk kemur að slæmum viðskilnaði og myndir sýna slæman viðskilnað, áskiljum við okkur rétt til að innheimta kr. 25.000 í þrifagjald.
Látið okkur endilega vita ef það vantar búnað í húsin því félagið vill bjóða upp á góðar og velbúnar leigueiningar sem eru okkur félagsmönnum til sóma, og eins og best gerist innan verkalýðshreyfingarinnar.

Góða ferð og eigið ánægjulega dvöl í húsum okkar allra.

Hafðu samband á skrifstofu í síma 481-2600 ef áhugi er á leigu.

Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta.
Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú samþykkir það.