Orlofshús

Combined ShapeCreated with Sketch.

Arnarhlíð 6 - Íbúð 211

Íbúðin er 127 fm. með góðri 33 fm. verönd til vesturs. Íbúðin skiptist í stóra stofu, borðstofu með 10 manna borðstofuborði, gott fullbúið eldhús með öllum búnaði. Inn af eldhúsi er þvottahús með þvottavél og þurrkara. Þrjú svefnherbergi, eitt með tvíbreiðu rúmi og barnarúmi, eitt með þremur stökum rúmum og þriðja með tvíbreiðu rúmi með koju yfir ásamt koju, svefnpláss þar fyrir fimm. Alls er svefnpláss fyrir 10 í íbúðinni auk ungbarns. Gott baðherbergi með stórri sturtu.

Sér bílastæði í bílastæðahúsi.

Hægt að fá auka ungbarnarúm sem þarf að panta með amk. dags fyrirvara hjá umsjónarmanni í síma 772 1515.

Félagið leggur mikla áherslu á góða umgengni og góðan viðskilnað við íbúðirnar. Hreinsiefni eru í körfu í þvottahúsi, þvottaefni, skúringaáhöld og fl. einnig eru tuskur og ryksuga í íbúðinni. Í vaskskáp í eldhúsi eru töflur í uppþvottavél og ýmslegt tilheyrandi eldhúsi. Þar er einnig flokkunartunnur fyrir sorp, kynnið ykkur leiðbeiningar um sorpflokkun HÉR. Komi félagsmaður að íbúð illa- eða óþrifinni látið umsjónarmann strax vita og takið myndir ef tilefni er til.

Sé viðskilnaður ekki góður á íbúðinni áskilur félagið sér rétt til að innheimta þrifagjald kr. 25.000

Hægt er að leigja rúmföt og handklæði hjá umsjónarmanni verð kr. 1.500 á mann. Einnig er hægt að panta brottfararþrif og kosta þau kr. 12.000. Nauðsynlegt er að panta þessa þjónustu með amk. dagsfyrirvara hjá umsjónarmanni og er greitt beint til hans. Síminn hjá Umsjón er 772 1515.

LEIGUVERÐ
Stök nótt kr. 12.000
(Leigutími er frá kl. 14:00 á komudegi til kl. 12:00 á brottfarardegi nema sunnudaga þá er leigutími frá kl. 18:00)
Helgi kr. 36.000
(Helgarleiga er frá kl. 14:00 á föstudegi til kl. 18:00 á sunnudegi)
Vika kr. 72.000

ibud211
211-floor

Lykill að íbúðinni er í lyklaboxi í anddyri við hlið póstkassana. Íbúðinni fylgir stæði í bílgeymslu, fjarstýring að hurðinni hangir á krók innan við dyrnar á íbúðinni. Bílgeymsluhurðin er staðsett í Fálkahlíð sem liggur út frá Arnarhlíð sjá hér. Eftir að hafa nálgast lykil að íbúðinni úr póstkassanum í andyrinu eru tvær leiðir til að setja bílinn í bílgeymsluna.

  • Fara upp í íbúðina, sækja fjarstýringuna og aka síðan bílnum inn í bílgeymsluna.
  • Nota lykilinn til að opna gönguhurðina við hlið innkeyrsludyranna að bílgeymslunni og opna svo bílgeymsluhurðina handvirkt, og taka síðan fjarstýringuna með næst þegar farið er í bílgeymsluna. 

Eftir að ekið er inn í bílgeymsluna er strax til vinstri rampur niður á næstu hæð. Ekið er niður hann og svo til hægri þegar niður er komið. stæðið er næst innst til vinstri merkt íbúð 211 í stæðaröðinni. Þar innst er stigi sem gengið er upp og þar á móti er inngangur í stigaganginn merkt Arnarhlíð 6. Við hliðina á hurðinni er cylinder fyrir lykilinn notið hann en ekki cylinderinn í hurðinni (sjá mynd hér). Þegar íbúðin er yfirgefin er þægilegast að skilja fjarstýringuna eftir á sínum stað og opna hurðina handvirkt þegar ekið er út úr bílgeymslunni.

Muna að skilja lykilinn eftir á króknum við hurðina við brottför. Gleymist það gæti þurft að borga útkall fyrir umsjónarmann þurfi að útvega fjarstýringu fyrir næsta leigjanda.Einnig er að sjálfsögðu heimilt að nota stæðin utan við húsið séu þau laus. Athugið að sorpgámarnir eru utan við bílgeymsluna og einnig á horninu Loftleiðahótelsmegin við bygginguna. Lyklarnir að íbúðinni ganga að gámunum, sjá mynd hér.

Umgengnisreglur

Ágætu félagsmenn
Því miður hefur borið á því undanfarin misseri að illa hefur verið skilið við sumarhús og íbúðir félagsins. Því viljum við ítreka við ykkur að þrífa vel og skilja vel við húsnæðið við brottför, jafnvel þó aðeins sé gist eina nótt. Mikilvægt að fjarlægja öll matvæli bæði úr skápum, ískáp og frysti bið brottför. Yfirleitt er hægt að kaupa brottfararþrif en panta þarf þau með amk. dags fyrirvara.

Einnig hefur borið á því að fólk setji ekki lak á rúmin eða setji ekki lín utan um sængurföt og kodda sem er ekki ásættanlegt. Hægt er að leigja sængurföt og handklæði hjá umsjónarmanni en það þarf að gera með amk. dags fyrirvara.
Ef félagsmaður kemur að húsi eða íbúð óhreinu þarf að tilkynna það strax til umsjónarfólks en símanúmer þess eru á leigusamningi, helst að taka myndir sem lýsa ástandinu. Látið okkur einnig vita er þið komið aftur til Eyja.

Meti umsjónarmaður sem svo að ekki hafi verið þrifið nægjanlega og eftir atvikum ef ekki næst í umsjónarmann er fólk kemur að slæmum viðskilnaði og myndir sýna slæman viðskilnað, áskiljum við okkur rétt til að innheimta kr. 25.000 í þrifagjald.
Látið okkur endilega vita ef það vantar búnað í húsin því félagið vill bjóða upp á góðar og velbúnar leigueiningar sem eru okkur félagsmönnum til sóma, og eins og best gerist innan verkalýðshreyfingarinnar.

Góða ferð og eigið ánægjulega dvöl í húsum okkar allra.

Hafðu samband á skrifstofu í síma 481-2600 ef áhugi er á leigu.

Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta.
Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú samþykkir það.