Fréttir

Tvær nýjar íbúðir Drífanda stéttarfélags í Reykjavík

Á félagsfundi þann 25. september s.l. var samþykkt að kaupa tvær nýjar íbúðir við Arnarhlíð 6  í Reykjavík. Búið er að skrifa undir kaupsamning og verða þær afhentar síðar í þessum mánuði og verða tilbúnar til útleigu í nóvembermánuði. Íbúðirnar eru staðsettar í göngufæri við Landsspítalann og miðbæinn og fylgir stæði í bílageymslu hvorri íbúð. Hægt er að sjá bygginguna hér: www.hlidarendi.is 

Byrjað verður að taka við pöntunum þegar þegar íbúðirnar verða tilbúnar og verður það tilkynnt hér.

Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta.
Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú samþykkir það.