Fréttir

Auglýsing til félagsmanna Drífanda

Tillaga stjórnar og trúnaðarráðs Drífanda stéttarfélags um stjórn, trúnaðarráð og önnur lögbundin embætti liggur frammi á skrifstofu félagsins. Hægt er að leggja fram aðra tillögu að lista þar sem tilteknir eru formaður, varaformaður, ritari, meðstjórnendur og varamenn í stjórn ásamt aðal- og varamönnum í trúnaðarráð sbr. III. kafli laga félagsins. Skal þeim lista þá skilað á skrifstofu félagsins Miðstræti 11, ásamt tilskildum fjölda meðmælenda fyrir kl. 15.00 þann 17. mars 2023. Komi fram aðrar tillögur að lista/listum verður viðhöfð allsherjaratkvæðagreiðsla sem fer skv. lögum félagsins og reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslur.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins

Vestmannaeyjar, 10. mars 2023
Stjórn Drífanda stéttarfélags