Á 10. þingi Starfsgreinasambandsins sem lauk á dögunum voru m.a. samþykktar ályktanir um lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi.
Þingið fordæmir gróft og miskunnarlaust óréttlæti sem íslensku verkafólki er sýnt í lífeyrismálum. Nú vantar yfir 5,4 milljarða króna árlega til að lífeyrissjóðir verkafólks standi jafnfætis öðrum sjóðum landsins hvað varðar jöfnun á örorkubyrði. Árið 2005 var samið um framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði til tryggja jafna stöðu allra lífeyrissjóða. Ástæðan var augljós: örorkubyrði verkafólks, sem vinnur erfiðisvinnu, er margfalt meiri en í sjóðum þar sem félagsmenn starfa við léttari störf. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkistjórnarinnar á þetta framlag að falla niður að fullu á næsta ári.
Þá fordæmir þingið afdráttarlaust þá ólögmætu markaðssetningu sem tíðkast hefur í starfsemi erlendra vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér landi. Þar sem slíkir aðilar eru innheimta gríðarlegar háar þóknanir og kostnað – allt að 25,8% fyrstu fimm árin af lífeyrissparnaði launafólks í trássi við íslensk lög. Til samanburðar innheimtir Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 0,5%. Sölumenn þessara félaga hafa herjað sérstaklega á ungt fólk á vinnumarkaði. Þess er krafist að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið stöðvi án tafar slíka miðlun lífeyrissparnaðar.
Sjá nánar ályktanir um lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi: