Eins og undanfarin ár er úthlutað í íbúðir og orlofshús um jól og áramót.
Úthlutað er í viku í senn í íbúðirnar og bústaðina:
Frá sunnudeginum 21. desember til sunnudagsins 28. desember
og frá sunnudeginum 28. desember til sunnudagsins 4. janúar.
Ölfusborgir 36 eru í úthlutun 22. desember til 29. desember.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 30. september 2025.
Úthlutað er 1. október og greiðslufrestur er til 8. október kl. 10:00.
Sótt er um á heimasíðu félagsins á mínum síðum undir orlofssjóði.